Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Söguklúbbur í 3.-4.bekk

17.01.2014
Söguklúbbur í 3.-4.bekkÍ tengslum við Comeniusarverkefnið Once upon an Island, sem nemendur í 1. – 4. bekk eru þátttakendur í, var stofnaður söguklúbbur með þátttöku fjölskyldumeðlima nemendanna.

Í gær fengu krakkarnir í 3. og 4. bekk svo fyrsta fjölskyldumeðliminn í heimsókn. Það var Sigríður Hannesdóttir  sem er amma hans Huga í 4.bekk. Hún kom til okkar í sögustund og las hún sögur upp úr bókinni Sögurnar hans Pabba sem er eftir Hannes J. Magnússon sem var, skólastjóri við Barnaskóla Akureyrar. Það var dásamlegt að fá hana og þökkum henni kærlega fyrir sögustundina.


Myndir frá heimsókninni á myndasíðu 3.-4.bekkjar

 


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband