Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Áskorun sundkennarans

31.01.2014
Áskorun sundkennarans

Hrafnhildur sundkennari lætur sér detta ýmislegt í hug til að hvetja nemendur sína áfram í sundinu. Í þessari viku skoraði hún á nemendur í 7.-10.bekk að synda einn kílómeter í sundtímanum. Fyrir hvern kílómeter sem nemandi syndir ætlar hún að taka 10 armbeygjur á sundlaugarbakkanum. 

Og nemendur láta ekki svona áskorun fram hjá sér fara og núna hefur Hrafnhildur þurft að taka 220 armbeygjur :-)

Áskorunin heldur áfram í næstu viku og án efa mun Hrafnhildur þurfa að taka fleiri armbeygjur þá. Það verður spennandi að fylgjast með næstu áskorun sundkennarans ;-) 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband