Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagur framundan

03.03.2014
Öskudagur framundanKæru foreldrar og forráðamenn.

Öskudagurinn verður haldinn með gleði og glensi hér í Sjálandsskóla líkt og undanfarin ár. Skóladagurinn hefst á hefðbundnum tíma en skóladeginum lýkur kl. 12:30 eða strax eftir hádegismat. Skólamatur mun vera með samlokur á matseðlinum þennan dag. Nemendur mega koma í öskudagsbúningum í skólann og verður kennsla samkvæmt stundarskrá í fyrsta tíma. Klukkan 10:15 hefst öskudagsskemmtun með dansi, limbó, hoppukastala, ýmsum þrautum, draugahúsi og að sjálfsögðu verður sleginn köttur úr tunnunni. Skemmtunin stendur fram að hádegisverði klukkan 12:10.

Nemendur geta einnig heimsótt "verslanir" í skólanum á meðan skemmtun stendur og fengið að launum góðgæti fyrir vel flutt söngatriði. Að loknum hádegisverði er tómstundaheimilið opið fyrir þá sem eru skráðir í Sælukot.

Við biðlum til ykkar forráðamanna að koma með sælgæti í púkkið til að afhenda í "verslunum". Hægt er að koma því til Lindu ritara. Til að gæta fyllsta hreinlætis er gott að sælgætið sé í umbúðum.

Með góðri kveðju,
Helgi Grímsson, skólastjóri

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband