Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestrarkeppnin í 7.bekk

14.03.2014
Stóra upplestrarkeppnin í 7.bekk

Í gær var undirbúningur Stóru upplestrarkeppninnar haldinn í 7.bekk þar sem 12 nemendur kepptu um það hverjir færu sem fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppnina sem haldinn verður miðvikudaginn 26. mars í safnaðarheimili Vídalínskirkju, Kirkjuhvoli, kl. 17-19

Nemendur lásu brot úr bókinni Benjamín dúfa og stutt ljóð að eigin vali. Allir lesarar stóðu sig með prýði og það var erfitt fyrir dómnefnd að skera úr um hvaða þrír nemendur halda áfram keppni. En sigurvegarar voru Heiðrún Arna Þóroddsdóttir og Trausti Jónsson og Anna María Björnsdóttir (varamaður). 

Við óskum þeim til hamingju með sigurinn.

Myndir frá upplestrarkeppninni  

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband