Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaþing hjá 9.-10.bekk

02.04.2014
Skólaþing hjá 9.-10.bekk9.-10. bekkur er þessa dagana að læra um þjóðfélagið sem við búum í og í tengslum við efnið fór helmingur hópsins í vettvangsferð á Skólaþing. Þar gerðust þau þingmenn í einn dag og unnu eins og þingmenn gera, sátu í nefndum, gerðu breytingatillögur, funduðu í flokkunum sínum og samþykktu lög á þingfundum sem áttu að taka gildi ef forsetinn samþykkti. Þetta voru t.d. lög um herskyldu á Íslandi, kattahald og hvort takmarka ætti tölvunotkun barna og unglinga. Þetta var mjög fróðlegt og skemmtilegt og góð kynning á störfum alþingis.

Myndir frá Skólaþingi

Seinni hluti hópsins fer á skólaþing í næstu viku

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband