Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Veðraverk frá 7.bekk

02.04.2014
Veðraverk frá 7.bekkKrakkarnir í sjöunda bekk luku nýlega við tónverk sem þau unnu í tengslum við veðraþema. Eftir að hafa kynnst hvernig tónlistarmenn og tónskáld hafa túlkað veður í verkum sínum völdu krakkarnir sér tvennskonar veður til að túlka og tengja saman í tónverk sem hafði formið A - B eða A - B - A. Nemendur völdu sér svo hljóðfæri sem þeim fannst passa við það veður sem átti að túlka og síðan var hafist handa við tónsköpun. Síðan voru verkin æfð og tekin upp.
Stelpurnar völdu sér sól og hita sem breytist yfir í þoku um nótt. Verk strákanna hefst á sólsetri sem leiðir inn í lognið á undan storminum. Skyndilega brestur á þrumuveður sem lægir að lokum og kyrr nóttin tekur við.

Hlusta á veðrverk stelpna
Hlusta á veðraverk stráka
Til baka
English
Hafðu samband