Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Blár dagur

04.04.2014
Blár dagur

Í dag var blár dagur hjá okkur í Sjálandsskóla og komu margir nemendur og kennarar í bláu í skólann í dag. Á miðvikudaginn 2.apríl var alþjóðlegur dagur einhverfu og af því tilefni ræddu kennarar um einhverfu við nemendur í dag.

Nánari upplýsingar um einhverfu má finna á http://einhverfa.is/

Í morgunsöng fengum við að hlusta á einn nemanda Alþjóðaskólans flytja lag á píanó og svo sungu nemendur eitt lag.

Myndir af bláum degi 

Næsta vika er síðasta vika fyrir páskaleyfi og þá verður margt um að vera hjá okkur. Á þriðjudag er áætluð skíðaferð í 5.-10.bekk, á miðvikudag er páskaeggjabingó foreldrafélagsins. Alla vikuna eru svo erlendir gestir hjá okkur á vegum Cominusar-verkefnis sem skólinn tekur þátt í.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband