Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Comeniusarverkefnið Once upon an Island

25.09.2014
Comeniusarverkefnið Once upon an IslandÍ gær kom Þórhildur, móðir Ásgerðar Söru í 3. bekk, og las fyrir nemendur. Hún las fyrst upp úr bókinni um Gúmmí-Tarsa sem nemendum fannst mjög skemmtileg. Síðan las hún stutta bók sem heitir Halibut Jackson (ensk bók). Í þeirri bók var ekki mikill texti en skemmtilegar myndir. Nemendur voru mjög áhugasamir um sögurnar. Sögustundin er liður í Comeniusarverkefninu Once upon an Island sem nemendur í 1. – 4. bekk eru að vinna í.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband