Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðidagur og upphaf afmælisárs

10.11.2014
Gleðidagur og upphaf afmælisársÁ föstudaginn var Gleðidagur í skólanum en hann var haldin í lok vinaviku.  Þennan dag var einnig upphaf á 10 ára afmæli skólans, en Sjálandsskóli  er á 10. starfsári.  Nemendur mættu á morgunsöng með fána sem þeir höfðu búið til í vikunni.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri kom í heimsókn og var með stutt ávarp á morgunsöng.  Eftir morgunsöng gekk hann um skólann og kynnti sér skólastarfið.  Í tilefni dagsins komu nemendur með veitingar á hlaðborð á sínu svæði.   Þetta var því mikill gleði og hátíðisdagur.  Hér má sjá nokkrar myndir frá Gleðideginum.
Til baka
English
Hafðu samband