Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur íslenskrar tungu

17.11.2014
Dagur íslenskrar tunguAð tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Þar sem 16. nóvember í ár hitti á sunnudag og því ekki skóladagur er hann haldinn hátíðlegur í dag í skólanum.  Dagskráin byrjaði í morgunsöng þar sem Edda aðstoðarskólastjóri sagði örlítið frá þessum degi.  Sjálfsögðu svar sungið „Ísland er landið“ og tóku nemendur vel undir sönginn.  Nemendur höfðu valið nokkur orð sem fegurstu íslensku orðin að þeirra mati.  Þarna mátti sjá orð eins og naflastengur, Sóley, góðhjartaður, blíða, pabbi og frostrós.  Í dag verður svo áfram unnin ýmisleg verkefni tengdum degi íslenskrar tungu.
Til baka
English
Hafðu samband