Nemendur búa til jólaskraut
26.11.2014
Dagana 25. og 26. nóvember vor haldnir jólaþemadagar í skólanum. Þessa daga var hluti skóladagsins notaður til að búa til ýmislegt jólaskraut sem mun vera notað til að skreyta skólann á aðventunni. Nemendur unnu í hópum á sínum svæðum. Nemendur í 1. – 6. bekk gerðu garnstjörnu, origamistjörnu og snjókorn úr pappír. Nemendur í 7. – 10. bekk gerðu gluggamyndir sem munu prýða glugga skólans. Spiluð var jólatónlist á meðan nemendur unnu jólaskrautið og var ekki annað að sjá og heyra en að nemendur skemmtu sér vel við þessa tilbreytingu.
Í myndasafni skólans má sjá myndir frá jólaþemadögunum