Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eldvarnarátak í 3. bekk

27.11.2014
Eldvarnarátak í 3. bekk

Í dag fengu nemendur í  3. bekk tvo slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í heimsókn. En árlega standa LSS og slökkviliðsmenn fyrir eldvarnarátaki í 3. bekk í grunnskólum landsins. Verkefnið byggist á að kynna fyrir krökkunum slökkviálfana Loga og Glóð sem eru sérlegir aðstoðarmenn við fræðsluna og fá öll börn í 3. bekk söguna af hetjulegri baráttu þeirra systkina við Brennu-Varg að gjöf. Í sögunni er eldvarnagetraun og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þá sem senda LSS réttar lausnir. Krakkarnir fá einnig handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimila með sér heim.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband