Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólakortagerð og jólasöngvar

11.12.2014
Jólakortagerð og jólasöngvar

Eitt af því sem nemendur  samstarfslandanna, í Comeniusarverkefninu Once upon an Island,   gera fyrir hver jól er að útbúa jólakort með jólakveðju sem þeir senda á milli landanna.  Nemendur 3. og 4 bekkjar voru mjög áhugasamir um verkefnið og gerðu mörg falleg kort sem þeir vönduðu sig verulega að búa til. Hér er hægt að sjá myndir af kortagerðinni og kortunum

Í dag 11. desember fór fram Flash meeting hjá samstarfslöndunum. Þar hittust nemendur skólanna og sungu jólasöngva fyrir hvorn annan. Ekki gátu allir komið á fundinn þar sem tímamismunur og frídagar spila þar inní.  Á fundinum hittust nemendur frá  Póllandi, Spáni, Kýpur, Englandi og Íslandi. Fundurinn tókst í alla staði mjög vel og sungu nemendur okkar lögin: Skín í rauðar skotthúfur, Jólasveinar einn og átta, Jólasveinar ganga um gólf, Adam átti syni sjö og Ég sá mömmu kyssa jólasvein.   Hér er hægt að sjá myndir af nemendum að syngja og nemendum hinna skólanna í gegnum Flash meeting.

Til baka
English
Hafðu samband