Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lásu 442 bækur

24.04.2015
Lásu 442 bækurSíðustu vikur hafa nemendur og starfsfólk verið í lestarátaki.  Lestrarátkið hófst 7. apríl og því lauk í 22. apríl. Á meðan á lestrarátakinu stóð lögðu starfsfólk og nemendur niður störf í 6 skipti og lásu í 20 mínútur saman.  Einnig klipptu nemendur út miða sem voru eins og bókakjölur á bók í  mismunandi stærð eftir því hvað þeir lásu langa bók, skrifuðu titil á bók og blaðsíðufjölda á „kjölinn“. Síðan var  „bókakjölurinn“ settur í hillur sem við komið upp í gluggana fyrir framan bókasafnið.   Nemendur lásu samtals 442 bækur og næstum 56 þúsund blaðsíður.
Til baka
English
Hafðu samband