Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skáld í skólum 5.-7.bekkur

06.11.2015
Skáld í skólum 5.-7.bekkur

Í gær fengu nemendur í 5.-7.bekk rithöfundana Auði Jónsdóttur og Þórarinn Leifsson í heimsókn. Þau spjölluðu um starf rithöfunda og sögðu frá verkum sínum. 

Í þessari dagskrá er sagt frá ævi hans, ævintýrunum í sveitinni þegar Laxness var lítill strákur, ferðum hans seinna á ævinni um
allan heiminn, fólkinu sem hann hitti, áhrifunum sem það hafði á hann og sem hann hafði á það. Einnig er sagt frá hundunum
hans og hvernig það er nú að drekka hundamjólk! Og hvernig krakkar geta búið til stórkostlegar sögur úr öllu því sem þau lifa, hvort sem þau prófa að drekka hundamjólk eða ekki. Þórarinn Leifsson skrifar og teiknar bækurnar sínar og veit fátt skemmtilegra en að búa til bók. Hann segir frá því með hvaða hætti er hægt að láta hugmyndir verða að sögum og myndum í bók.

Nánar um "Skáld í skólum" 

Myndir frá heimsókninni

 

Til baka
English
Hafðu samband