Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rithöfundur í heimsókn og skrýtnasta orðið

17.11.2015
Rithöfundur í heimsókn og skrýtnasta orðið

Í morgunsöng fengum við góðan gest í heimsókn en það var rithöfundurinn Gerður Kristný sem kom og las uppúr nýjustu bók sinni, Dúkkan.

Við fengum einnig að vita hvaða orð bar sigur úr bítum í samkeppninni um skrýtnasta orðið, en það var orðið slefringur, sem þýðir hægur vindur. Meðal orða sem sigruðu í hverjum bekk var hundslappadrífa, togstund, rassálfur o.fl.

Myndir frá heimsókninni

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband