Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Líf og fjör í textílstofunni

20.11.2015
Líf og fjör í textílstofunni

Nú er allt á fullu í textílstofunni þar sem nemendur keppast við að prjóna húfur til styrktar flóttabörnum á lestarstöðinni í Vín.

Verkefnið "Hlýjar hugsanir" hefur gengið vel og krakkarnir eru mjög áhugasamir að koma til Silju í frímínútum og leggja sitt af mörkum í húfuprjóni.

Á morgun laugardag, 21.nóvember kl.11-14, eru allir velkomnir í Sjálandsskóla til að taka þátt í prjónaskapnum. Nemendur, mömmur, pabbar, afar, ömmur, systkini, frænkur og frændur... hlökkum til að sjá ykkur á morgun :-)

 Myndir frá prjónaskapnum í textílstofunni 

Facebook síða verkefnisins

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband