Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vetrarferð í næstu viku

26.02.2016
Vetrarferð í næstu viku

Í næstu viku er fyrirhuguð dagsferð nemenda Sjálandsskóla í Bláfjöll. Nemendum verður skipt í tvo hópa. Stefnt er á að 5.-7. bekkur fari miðvikudaginn 2. mars en 1.-4. bekkur þriðjudaginn 1. mars. Allir nemendur í 1.-7. bekk fara í vetrarferðina.

Nemendum í unglingadeild sem ekki fara í skíðaferðina með Klakanum er velkomið að fara með eldri nemendahópnum á miðvikudeginum. Hefðbundin kennsla verður í unglingadeild þann dag hjá öðrum nemendum.

Markmið ferðarinnar er að kynna nemendum vetraríþróttir og verður þeim börnum sem þess óska veitt tilsögn á skíðum (ekki verður kennsla á bretti). Ofangreindar dagssetningar eru settar fram með fyrirvara um hagstæða veðurspá og að opið verði í Bláfjöllum

Upplýsingabréf til foreldra

Vefsíða skíðasvæðanna

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband