Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samræmd próf í 4.og 7.bekk

29.09.2016
Samræmd próf í 4.og 7.bekk

Í síðustu viku voru samræmd próf í 7.bekk og í þessari viku í 4.bekk. Prófin eru núna í fyrsta sinn rafræn og gekk fyrirlögnin vel í 7.bekknum í síðustu viku.

Smá hökt var á þráðlausa netinu í stærðfræðiprófinu á föstudaginn, en það kom ekki að sök og nemendur gátu skráð sig inn í prófið aftur og haldið áfram þar sem frá var horfið. Menntamálastofnun lét vita af vandamálum varðandi broddstafi í rituninni en það vandamál var ekki í skólanum hjá okkur. Í heildina gekk prófið því vel og vonum við að svo verði einnig hjá 4.bekknum.

Í dag er 4.bekkur í íslenskuprófi og á morgun er stærðfræðipróf.

Nánari upplýsingar um samræmd rafræn próf má finna á vef Menntamálastofnunar.

 

Til baka
English
Hafðu samband