Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Myndband frá 3.-4.bekk

01.11.2016
Myndband frá 3.-4.bekk

Krakkarnir í þriðja og fjórða bekk hafa í haust verið að læra um Garðabæ.

Í tónmennt voru sungin lög og textar eftir Garðbæinga. Einn þeirra er Sveinbjörn Egilsson sem átti heima á Álftanesi á nítjándu öldinni og samdi vögguvísuna Sofa urtubörn. Krakkarnir í Sjálandsskóla æfðu lagið á skólahljóðfæri og tóku svo upp bæði söng og hljóðfæraleik.

Að lokum gerðu þau myndband við lagið þar sem þau myndskreyta hvert erindi með eigin teikningum.

 

Til baka
English
Hafðu samband