Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vanda Sigurgeirsdóttir fjallar um vináttu

07.11.2016
Vanda Sigurgeirsdóttir fjallar um vináttu

Í dag hófst vinavika hjá okkur í Sjálandsskóla og munu nemendur vinna ýmis verkefni tengd vináttu og einelti. Í morgun kom Vanda Sigurgeirsdóttir og fjallaði um einelti, hlutverk áhorfenda, vináttu og um jákvæða og neikvæða leiðtoga. 

Vanda ræddi fyrst við nemendur í 5.-7.bekk og síðan við nemendur í unglingadeild. Nemendur hlustu á fyrirlesturinn og tóku virkan þátt í umræðum og hópleikjum.

Á myndasíðunni má sjá myndir frá heimsókn Vöndu

Í vinavikunni verða ýmis verkefni tengd vináttu og einelti.

Vinavikan endar svo á föstudag með gleðidegi, þar sem allir koma spariklæddir og með góðgæti á hlaðborð. 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband