Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verkefni í vinaviku

08.11.2016
Verkefni í vinaviku

Í gær mánudaginn 7. nóvember unnu nemendur í 2. bekk að verkefni um vináttu. Nemendur veltu fyrir sér mikilvægum eiginleikum góðra vina og voru hugmyndir þeirra skrifaðar upp á töflu. Eiginleikarnir sem komu m.a. upp voru: góður, kurteis, hjálpsamur, traustur, skemmtilegur, vinsamlegur, tillitssamur og að bjóða öðrum að vera með.

Að lokum fengu nemendurnir nokkur laufblöð. Á eitt laufblaðið rituðu þeir nafnið sitt og á hin laufblöðin skrifuðu þeir mikilvægan eiginlega góðs vinar. Laufblöðin voru síðan límd á tréstofn og greinar og mynda laufblöð allra nemendanna fallegt og stórt vinatré

Til baka
English
Hafðu samband