Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyndnasta orðið

17.11.2016
Fyndnasta orðið

Í gær, á degi íslenskrar tungu, völdu nemendur Sjálandsskóla fyndnasta orðið. Valið fór þannig fram að allir bekkir komu sér saman um eitt fyndið orð og svo valdi dómnefnd fyndnasta orðið úr þeim tillögum sem hver árgangur nefndi. Sumir bekkir bjuggu til veggspjald með fyndnasta orðinu sínu.

Það orð sem varð fyrir valinu sem fyndnasta orðið var ,,táfýla", en það orð kom frá nemendum í 2.bekk.

Myndir úr morgunsöng á degi íslenskrar tungu 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband