Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stofutónleikar í tónmenntavali

30.11.2016
Stofutónleikar í tónmenntavali

Í gærkvöldi fóru fram stofutónleikar í tónmenntastofu skólans. Nemendur í OFUR rafmögnuðu samspili buðu til tónleikanna þar sem leikin voru lög sem þau hafa verið að æfa það sem af er vetri. Efnisskráin var mjög fjölbreytt þar sem leikin voru verk listamanna allt frá White stripes til Joni Mitchell.

Tónmenntastofunni var breytt í kósý og jólalegan tónleikasal þar sem arineldur „brann“ í einu horninu og gestir sátu í sófum og gæddu sér á piparkökum.

Myndir frá tónleikunum 

 

Til baka
English
Hafðu samband