Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaskemmtun og stofujól

20.12.2016
Jólaskemmtun og stofujól

Í dag var síðasti dagur í skólanum fyrir jól. Dagurinn hófst á jólaskemmtun þar sem 5.bekkur sýndi helgileik, kórinn söng og sýnd voru tónlistaratriði. Að því loknu fóru nemendur á sitt heimasvæði þar sem lesin var jólasaga og nemendur borðuðu sparinestið sitt.

1.-4.bekkur fór þá aftur inn í sal þar sem dansað var í kringum jólatréð og jólasveinar glöddu nemendur með sprelli og söng. 

5.-7.bekkur og unglingadeild höfðu það kósí á sínu heimasvæði til hádegis en þá héldu allir heim í jólaleyfi.

Myndir frá jólaskemmtun 

Kennsla hefst að ný eftir jólaleyfi þriðjudaginn 3.janúar 2017.

Gleðilega hátíð !

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband