Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Húfur prjónaðar alla daga

31.01.2017
Húfur prjónaðar alla daga

Húfuprjónaverkefnið gengur vel hjá okkur í Sjálandsskóla. Silja textílkennari stjórnar verkefninu sem snýst um að nemendur og starfsfólk skólans, ásamt foreldrum og aðstandendum prónar húfur til að senda flóttafólki í Evrópu. Prjónað verður út þessa viku og tekið verður við húfum sem eru prjónaðar heima, út næstu viku.

Í dag kom fréttakona og kvikmyndatökufólk frá RÚV og tóku viðtöl og myndi. Það verður væntanlega birt í sjónavarpinu í kvöld.

Við hvetjum alla til að leggja hönd á plóginn og prjóna með okkur, en eins og áður segir verður hægt að senda húfur í skólann út næstu viku.

Myndir á myndasíðu skólans 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband