Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Minnum á reglur varðandi notkun snjalltækja í Sjálandsskóla

02.02.2017
Minnum á reglur varðandi notkun snjalltækja í Sjálandsskóla

Skólastjórnendur vilja minna nemendur og foreldra á reglur sem gilda um notkun snjalltækja í Sjálandsskóla. Í gær fengu foreldrar póst frá skólastjórnendum varðandi snjallsíma notkun og viljum við benda foreldrum á að lesa bréfið vel.

Notkun snjalltækja á skólatíma í Sjálandsskóla

  • Snjalltæki sem nemendur koma með í skólann eru alfarið á ábyrgð nemenda.
  • Ef nemendur koma með snjalltæki í skólann eiga þau að vera hljóðlaus og geymd í töskum á skólatíma.
  • Nemendur mega aðeins nota snjalltæki á skólatíma með leyfi starfsfólks.
  • Notkun snjalltækja/síma hjá nemendum í 1.-7.b. er ekki heimil í skólahúsnæðinu fyrir skólabyrjun eða í frímínútum. Aðeins má nota síma í anddyri skólans.
  • Nemendur í unglingadeild hafa leyfi til nota snjalltæki áður skóladagurinn hefst og í frímínútum en aðeins á svæði unglingadeildar.
  • Mynd- og hljóðupptaka er með öllu óheimil á skólatíma nema með leyfi starfsmanna í námslegum tilgangi.
  • Mælst er til þess að nemendur komi ekki með snjallúr í skólann.


    Velji nemandi að fylgja ekki ofanskráðum reglum skal brugðist við með eftirfarandi hætti:
  • Ef nemandi velur að fylgja ekki fyrirmælum er hann beðinn um að afhenda starfsmanni tækið og getur sótt það við lok skóladagsins. Við endurtekin brot verða foreldrar beðnir um að sækja tækið.
  • Ef nemandi fylgir ekki að fyrirmælum starfsmanna hefur hann valið að vera ekki í tíma og fær fjarvist.
  • Umsjónarkennari hefur samráð fyrir foreldra.
  • Ef nemandi velur ítrekað að fylgja ekki reglum skólans varðandi snjalltæki er málinu vísað til skólastjórnenda.
Til baka
English
Hafðu samband