Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aron í 7.bekk í úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

04.05.2017
Aron í 7.bekk í úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Aron Kristian Jónasson, nemandi í 7.bekk í Sjálandsskóla komst í úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Hann fær því tækifæri til að halda áfram með verkefnið sitt á vinnustofu NKG (nýsköpunarkeppni grunnskóla) sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík 18.-19.maí. 

Yfir 1100 hugmyndir bárust í keppnina, frá 33 skólum víðsvegar af landinu. Aðeins 25 hugmyndir komust áfram og fá þeir nemendur tækifæri til að þróa hugmynd sína á vinnustofunum.

Hér eru nöfn þeirra nemenda og skóla sem komust í úrslit.

Við óskum Aroni innilega til hamingu með þennan frábæra árangur og hann er verðugur fulltrúi okkar í keppninni.

Nánar um Nýsköpunarkeppnina 

 

Til baka
English
Hafðu samband