Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Framhaldsskólakynning

09.02.2018
Framhaldsskólakynning

Þriðjudaginn 13. febrúar verður framhaldsskólakynning fyrir nemendur í grunnskólum Garðabæjar í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG).

 

Fulltrúar frá framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu verða með kynningarbása á sal skólans þar sem nemendur geta kynnt sér starfsemi skólanna, námsframboð og inntökuskilyrði.

 

Opna húsið hefst kl. 16:30 og stendur yfir til kl. 18:00.

 

Forráðamenn eru hvattir til að mæta með nemendum. Nemendur í 9. bekk eru einnig velkomnir. 

Til baka
English
Hafðu samband