Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vandamál varðandi samræmd próf í 9.bekk

07.03.2018

Nemendur í 9.bekk mættu í morgun í samræmt próf í íslensku. Erfiðlega gekk að skrá sig í prófið og í ljós kom vandamál í kerfi Menntamálastofnunar. Sumir nemendur náðu að klára prófið en aðrir ekki.

Menntamálastofnun sendi skólastjórnendum eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:

Því miður eru vandamál með aðgengi að prófakerfi samræmdu prófanna. Netþjónn sem er staðsettur í Evrópu virðist ekki valda álagi vegna prófanna. Við þessar krefjandi aðstæður þurfum við að taka ákvörðun og væntum góðs samstarfs við ykkur.

Próftaka gengur vel hjá sumum en kerfið liggur niðri hjá öðrum.

Í ljósi þessa höfum við ákveðið að heimila þeim skólum sem vilja að fresta töku prófsins.

Við hvetjum þá sem eru í prófi núna að ljúka prófinu.

Frekari ákvörðun um hvenær hægt verður að leggja íslenskuprófið fyrir aftur verður tekin næstu daga.

Við höldum óbreyttri áætlun varðandi prófin á morgun og föstudaginn.

Með kveðju,
Sverrir Óskarsson,
sviðsstjóri matssviðs

Til baka
English
Hafðu samband