Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn 10.bekkinga á Verk og vit

09.03.2018
Heimsókn 10.bekkinga á Verk og vit

Í dag, föstudaginn 9. mars, fóru nemendur í 10. bekk á sýninguna Verk og vit (www.verkogvit.is) í Laugardalshöllinni í boði Tækniskólans, skóla atvinnulífsins. Með þessu boði vill Tækniskólinn kynna nemendum þau tækifæri sem skólinn hefur upp á að bjóða og um leið atvinnumöguleika iðnaðarins.

Byrjað var á 10 mínútna kynningu þar sem fulltrúar skólans kynntu fjölbreytt námsval og félagslíf í Tækniskólanum. Að því loknu fengu nemendur að ganga um sýningarsvæðið og gátu kynnt sér fjölbreytta atvinnustarfsemi hinna ýmsu fyrirtækja í íslenskum byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð. Nemendur voru leystir út með hinum ýmsu gjöfum frá nokkrum fyrirtækjum á sýningunni og gátu gætt sér á gómsætis veitingum í leiðinni. Heimsóknin er liður í náms- og starfsfræðslu skólans og er vonandi að nemendur hafi haft gagn og gaman af.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband