Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hvatningarverðlaun í hönnunarkeppni Stíls

21.03.2018
Hvatningarverðlaun í hönnunarkeppni Stíls

Félagsmiðstöðin Klakinn í Sjálandsskóla fékk sérstök hvatningarverðlaun í hönnunarkeppni Stíls sem fram fór í Digranesi s.l.laugardag. Í liði Klakans voru Vigdís Edda Halldórsdóttir, Magdalena Arinbjörnsdóttir, Sean Rakel Ægisdóttir og Salka Gústafsdóttir. Við óskum þeim til hamingju með viðurkenninguna. 

Rúmlega hundrað og tuttugu unglingar í 27 liðum tóku þátt í keppninni sem Samfés, samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi stóðu fyrir í sautjánda sinn. Þemað í ár var Drag sem endurspeglaðist í glæsilegri hönnun unglinganna. Félagsmiðstöðin Neon í Fjallabyggð sigraði hönnunarkeppnina og félagsmiðstöðin Hraunið lenti í öðru sæti og í því þriðja lenti félagsmiðstöðin Tjarnó. Félagsmiðstöðin Fönix fékk verðlaun fyrir bestu förðunina. Félagsmiðstöðin Vitinn fékk verðlaun fyrir hár og Hraunið 1 fékk verðlaun fyrir framkomu.
Félagsmiðstöðin Þrykkjan var verðlaunuð fyrir bestu hönnunarmöppuna og félagsmiðstöðin Klakinn fékk sérstök hvatningarverðlaun

Á Facebook síða hönnunarkeppnina má sjá fleiri myndir frá Stíl 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband