Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Blár dagur á föstudaginn

04.04.2018
Blár dagur á föstudaginn

Föstudaginn 6.apríl er blár dagur í Sjálandsskóla. Þá mæta allir í einhverju bláu en tilefnið er Dagur einhverfunnar. Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir átakinu og er markmið þess annars vegar að stuðla að aukinni fræðslu og skilningi á einhverfu og hins vegar að safna fé til styrktar málefnum er varða börn með einhverfu.

Meðal þess sem átakið hefur leitt af sér er fræðslumyndbandið um Dag, sem gefið var út í fyrra, og í ár kemur út sjálfstætt framhald af fræðslumyndbandinu, nú um hana Maríu, sem frumsýnt verður fyrir bláa daginn á blarapril.is.

Nánar um bláan dag á www.blarapril.is 

Blár dagur á Facebook
Til baka
English
Hafðu samband