Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jákvæð leiðtogaþjálfun í 2.bekk

06.04.2018
Jákvæð leiðtogaþjálfun í 2.bekk

Eftir áramót hafa nemendur í 2. bekk verið í jákvæðri leiðtogaþjálfun vikulega. Þessa vikuna unnu nemendur verkefni um jákvæða og neikvæða leiðtoga, hvað einkennir þá og hvers konar áhrif hegðun þeirra getur haft á sig sjálfa og aðra. Nemendur tóku virkan þátt og unnu verkefnin mörg hver af kostgæfni.

Námsefnið er úr Verkfærakistu KVAN og hefur það markmið að skapa betri bekkjaranda og bæta samskiptahæfni.

Hér má sjá nokkur verkefni nemenda.

Til baka
English
Hafðu samband