Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kennarar í útieldun

11.04.2018
Kennarar í útieldun

Í gær fengu kennarar í Sjálandsskóla kennslu í útieldun. Það voru starfsmenn skólans og skátarnir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Sigurður Guðleifsson, sem sýndu nokkrar aðferðir við útieldun, en skólinn á ýmsar græjur sem nýtast í útieldun. 

Í hverri viku er útikennsludagur hjá nemendum í 1.-7.bekk og hafa margir kennarar notað þann tíma til útieldunar. 

Eins og sjá má á myndunum lærðu kennarar m.a.að reykja silung, grilla peru, kveikja upp í spreki, meðhöndla gaskúta og fleira skemmtilegt.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband