Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tónsköpun hjá 9.bekk

12.04.2018
Tónsköpun hjá 9.bekk

Þessa vikuna hafa nemendur níunda bekkjar í Sjálandsskóla tekið þátt í afar spennandi norrænu tónsköpunarverkefni. Verkefnið er danskt að uppruna en þátttökulöndin eru auk Íslands og Danmerkur, Grænland og Færeyjar. Í verkefninu fá nemendur send hljóð sem tekin voru upp í öðru þátttökulandi og nota þau ásamt eigin hljóðupptökum í tónsköpun. Auk þess búa nemendur til hljóðfæri og nota í verk sín.

Á mánudaginn hittu krakkarnir Evu sem hefur umsjón með verkefninu og tónskáldið Mogens Christensen  sem mun leiða nemendur í tónsköpuninni og tónlistarfræðinginn Ingeborg Okkels sem sérhæfir sig í hljóðupptökum og hljóðhönnun. Þá voru tekin upp hljóð í nágreni skólans sem verða annarsvegar nýtt í þeirra verk en einnig send áfram til Danmerkur þar sem þau verða notuð í tónsköpun. Á þriðjudag og miðvikudag fengu krakkarnir að búa til hljóðfæri og byrja á tónsköpuninni sjálfri. Hún hélt svo áfram í dag og fram á föstudag þar sem hljóðupptökum frá Grænlandi verður blandað í verkið. Verkefninu lýkur á tónleikum á föstudeginum kl.13:00 í sal skólans þar sem tónverkið verður flutt fyrir nemendur skólans og þá foreldra sem eiga heimangengt.

Við hvejtum alla til að koma og hlusta á tónleikana á morgun föstudag kl.13:00.

Myndir frá hljóðfærasmíðinni

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband