Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listadagar í Sjálandsskóla

27.04.2018
Listadagar í Sjálandsskóla

Þessa vikuna hafa verið listadagar í Garðabæ og nemendur í Sjálandsskóla tóku að sjálfsögðu þátt í því. Hver árgangur vann ákveðið verkefni tengt list, s.s.myndlist, tónlist, kvikmyndagerð o.fl.

Sem dæmi má nefna að 6.bekkur gerði kvikmynd um Benjamín dúfu, 5.bekkur bjó til persónur í fullri stærð úr sögunni Fólkið í blokkinni, 9.bekkur flutti tónlistargjörning með hljóðfærum sem voru búin til úr afgangsefni úr umhverfinu, 1.og 2.bekkur bjó til enduvinnslu óróa, 3.-4.bekkur var með tónlistaratriði, 8.bekkur bjó til póstkort með andlitsmyndum og 7.bekkur bjó til sjálfsmyndir eftir brosköllum.

Listaverkin eru til sýnis í sal skólans og á veggjum á göngum skólans.

Myndir af listaverkunum á listadögum 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband