Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stelpur og tækni -9.bekkur

04.05.2018
Stelpur og tækni -9.bekkur

Stelpur og tækni dagurinn var haldinn í fimmta sinn á Íslandi 3. Maí.
Dagurinn er haldinn af Háskólanum í Reykjavík í samvinnu við Samtök iðnaðarins, SKÝ og Aðgerðahóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti.
Tilgangurinn er að kynna möguleika í tækninámi og störfum fyrir stelpum í 9. bekk grunnskóla og opna augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða.
Dagurinn er haldinn að fyrirmynd Girls in ICT Day sem haldinn er víða um heim af ITU (International Telecommunication Union), samtökum um upplýsinga- og samskiptatækni innan Sameinuðu þjóðanna.

Á Stelpur og tækni fá stelpur í 9. bekkjum grunnskóla að spreyta sig á skemmtilegum verkefnum á vinnustofum í HR og heimsækja helstu tæknifyrirtæki landsins, þar sem þær takast á við raunveruleg verkefni og hitta kvenfyrirmyndir í faginu.
Stelpurnar heimsóttu tæknifyrirtækið Sensa og fengu kynningu á starfseminni og voru leystar út með gjöfum. Síðan var haldið af stað í HR, þeim boðið í hádegismat og síðan sátu þær fyrirlestur í heilbrigðisverkfræði og annan í hugbúnaðartækni.
Mjög skemmtilegur og áhugaverður dagur.

Myndir frá heimsókninni

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband