Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lokaskil á bókum á bókasafni

23.05.2018
Lokaskil á bókum á bókasafni

Á föstudaginn, 25.maí er lokaskiladagur fyrir bækur á bókasafni skólans. Mánudaginn 28. maí eiga allir nemendur að vera búnir að skila bókunum sínum og þá verður ekki hægt að fá lánaðar fleiri bækur.

Við minnum á að sumarlestur bókasafns Garðabæjar hefst næsta laugardag með pompi og prakt.

Hægt er að fá eyðublað hjá Hrefnu á bókasafni Sjálandsskóla, sem forráðamenn fylla út og nemendur geta farið með á bókasafn Garðabæjar til að fá skírteini.

Á vef Menntamálastofnunar er hægt að nálgast dagatal fyrir sumarlestur

 

 

Til baka
English
Hafðu samband