Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagsskrá forvarnarviku

04.10.2018
Dagsskrá forvarnarviku

Forvarnavika Garðabæjar verður haldin 3.-10. október 2018. Þema vikunnar er heilsueflandi samvera og slagorð hennar er „Verum saman – höfum gaman“ en nemendur í leik- og grunnskólum bæjarins komu með hugmyndir að slagorði.

Í vikunni verður boðið upp á fræðslu og viðburði þessu tengt fyrir foreldra og börn í Garðabæ.

Teiknisamkeppni
Haldin var teiknisamkeppni meðal nemenda í leik- og grunnskólum bæjarins um mynd á veggspjöld forvarnarvikunnar. Fjórar myndir hlutu viðurkenningu og munu þær skreyta stofnanir bæjarins og minna okkur á mikilvægi samveru og tengsla. Sá sem teiknaði vinningsmyndina heitir Kristján Rúnar og er í 5. bekk í Hofsstaðaskóla. Aðrir teiknarar eru Daníel Pétursson í 7. bekk í Álftanesskóla, Benedikt Breki í 1. bekk í Urriðaholtsskóla og Ásdís María sem er 5 ára og í leikskólanum Hæðarbóli.

Viðburðir vikunnar
Forvarnavika Garðabæjar er nú haldin í þriðja sinn og verða fjölmargir viðburðir í boði þetta árið:

MIÐVIKUDAGUR 3.OKTÓBER
• Fræðslufundur fyrir foreldra og börn í Garðabæ verður í sal Sjálandsskóla kl. 20.

FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER
• Þorgrímur Þráinsson verður með opið erindi um forvarnargildi íþróttastarfs í Stjörnuheimilinu kl. 19:30.

LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER
• Starfsfólk Spilavina mætir með spil og leiki í Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi 7, kl. 12-14. Einnig verður farið í sippó, snú-snú og parís fyrir framan bókasafnið.

• UMFÁ verður með fjölskyldudag í íþróttahúsinu á Álftanesi frá kl. 14-17. Börnum og foreldrum er boðið að koma í íþróttasalinn og leika sér, t.d. spila badminton, bandí, körfubolta og fleira. Þjálfarar félagsins verða á staðnum. Hollar veitingar í boði fyrir þátttakendur.

SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER
• Sápukúluvinnustofur fyrir börn og fullorðna í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi, kl. 13-15 í tengslum við skráningu á verkum Einars Þorsteins Ásgeirssonar. Þátttakendur búa til sín eigin sápukúluverkfæri og prófa sig áfram.
• Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall verða með útivist fyrir fjölskyldur kl. 11-14. Farið verður í hellaskoðun og eldfjallaleiðangur í Búrfellsgjá og gengið upp á Búrfell sem er afar fagur eldfjallagígur. Mæting við Vífilsstaði kl. 11 en þaðan verður ekið í halarófu inn í Heiðmörk. Munið eftir nestinu!

6.-7. OKTÓBER
• Ratleikur fyrir fjölskyldur verður í gangi alla helgina. Leikurinn er ræstur í íþróttamiðstöðinni Ásgarði en hægt er hefja leikinn á milli kl. 10-16 laugardag og sunnudag.

MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER
• Sigrún Magnúsdóttir sér um Samflot í Álftaneslaug kl. 19:30. Allir velkomnir!
• Anna Día Erlingsdóttir, íþróttakennari ætlar að kynna nýja hreystigarðinn við Arnarnesvog (nálægt dælustöð) fyrir áhugasömum kl. 17. Tilvalið fyrir fjölskyldur að koma og prófa nýju tækin.

ÞRIÐJUDAGUR 9.OKTÓBER
• Anna Día Erlingsdóttir ætlar að kynna nýja hreystigarðinn á milli austurenda Sunnuflatar og Reykjanesbrautar fyrir áhugasömum kl. 17. Tilvalið fyrir fjölskyldur að koma og prófa nýju tækin.

MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER
• Anna Día Erlingsdóttir ætlar að kynna nýja hreystigarðinn á Álftanesi (fyrir framan sundlaugina) fyrir áhugasömum kl. 17. Tilvalið fyrir fjölskyldur að koma og prófa nýju tækin.
• Unnur Valdís Kristjánsdóttir hönnuður heldur fyrirlestur um flothettuna í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi kl. 12:10-12:50. Hún rekur sögu flothettunnar frá því að hugmyndin kviknaði sem verkefni við Listaháskóla Íslands til dagsins í dag.

Til baka
English
Hafðu samband