Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rýmingaræfing í dag

11.10.2018
Rýmingaræfing í dag

Í dag var rýmingaræfing þar sem æfð voru viðbrögð við eldsvoða. Það tók aðeins rúmar tvær mínútur að tæma skólann eftir að brunabjallan fór í gang.

Fjórum mínútum seinna var búið að telja alla og ganga úr skugga um að allir væru komnir út úr byggingunni. 

Í þetta sinn voru notaðir neyðarútgangar skólans þar sem markmiðið var að fara styðstu leið út úr byggingunni. Nemendur áttu að fara beint út, ekki klæða sig í skó og því munu margir koma með blauta sokka heim í dag.

Til baka
English
Hafðu samband