Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðslufundur fyrir foreldra unglingadeildar

16.11.2018
Mánudaginn 19. nóvember boðum við foreldra nemenda 8.-10. bekkjar, til fræðslufundar.

Fulltrúi frá samtökunum Blátt áfram mun fræða okkar um kynheilbrigði, ofbeldi, samskipti og mörk. Fyrirlesturinn er hluti af forvarnaráætlun skólans og tengist forvarnarfræðslu um kynferðislegt ofbeldi sem nemendur í 8.-10. eru búnir að fá.

Fræðslufundurinn hefst kl. 8:30 og tekur 40-60 mínútur og fer fram á svæði unglingadeildarinnar.

Vinsamlegast farið inn á meðfylgjandi link og skráið mætingu: https://doodle.com/poll/ink9e78drn9gi4uq

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Til baka
English
Hafðu samband