Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfamessa í unglingadeild

23.11.2018
Starfamessa í unglingadeild

Í dag fór fram svokölluð Starfamessa fyrir nemendur unglingadeildar í sal skólans og er þetta í fyrsta sinn sem hún er haldin.

Náms- og starfsráðgjafi skólans fékk foreldra, forráðamenn og aðra sjálfboðaliða til liðs með sér í að kynna störf sín og menntunarleiðir fyrir nemendum.
Kynningar sem þessar er ein leið af mörgum til að aðstoða nemendur við að taka ákvörðun um nám og/eða störf og opna hug nemenda fyrir fjölbreyttu námi og störfum. Nemendur fengu undirbúning í vikunni í tímum í lífsleikni og náms- og starfsfræðslu þar sem þeir veltu fyrir sér hentugum spurningum til þeirra sem voru að kynna störf sín.

Almenn ánægja var með kynninguna bæði meðal foreldra, nemenda og starfsfólks og má með sanni segja að Starfamessan sé komin til að vera í skólastarfi Sjálandsskóla.

Við viljum þakka kærlega þeim sem gáfu sér tíma til að aðstoða okkur í þessu þarfa og skemmtilega verkefni. Án aðkomu þeirra hefði verkefnið ekki gengið upp.

Myndir frá starfamessunni 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband