Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vináttuverkefni í 1.og 2.bekk

03.12.2018
Vináttuverkefni í 1.og 2.bekk

Í vetur hafa nemendur í 1.og 2.bekk í Sjálandsskóla unnið vinnáttuverkefni sem er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti. Efnið er danskt að uppruna og hefur nú verið þýtt á íslensku.

Vináttu verkefnið byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem mikilvægt er að séu samofin öðru starfi þeirra skóla sem vinna með efnið. Auk þess byggir Vinátta á raunhæfum verkefnum fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra.

Hugmyndafræðin endurspeglast í eftirtöldum fjórum gildum:

Umburðarlyndi
Að viðurkenna og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans og að koma fram við alla aðra af virðingu.

Virðing
Að viðurkenna og taka tillit til allra barnanna í hópnum, að vera öllum góður félagi og að virða margbreytileikann innan hópsins.

Umhyggja
Að sýna öllum börnum áhuga, samkennd, samlíðan og hjálpsemi. Að hafa skilning á stöðu annarra.

Hugrekki
Að þora að láta til sín heyra og geta sett sér mörk. Að vera hugrakkur og góður félagi sem bregst við óréttlæti.

 

Vefsíða Barnaheilla um verkefnið 

Kynningarmyndband um Vináttu 

Myndir þegar verkefnið hófst í haust 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband