Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Selma í morgunsöng

04.12.2018
Selma í morgunsöng

Í morgun fengum við góða gesti í morgunsöng þegar mæðgurnar Selma Björnsdóttir og Selma Rún Rúnarsdóttir sungu tvö lög, annars vegar eitt lag úr leikritinu Ronja ræningjadóttir og hins vegar eitt lag úr Mamamia myndinni. 

Þá var einnig sunginn afmælissöngur fyrir afmælisbörn desembermánaðar, en í byrjun hvers mánaðar er sunginn afmælissöngur í morgunsöng.

Á hverjum morgni í desember er jóladagtalið opnað og þá kemur í ljós hvaða uppákoma verður í morgunsöng daginn eftir.

Myndir frá morgunsöng 4.des

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband