Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfskynning hjá 8.og 9.bekk

08.02.2019
Starfskynning hjá 8.og 9.bekk

Nemendur í 8. og 9. bekk Sjálandsskóla fóru í starfsheimsóknir gær, fimmtudaginn 7. febrúar.

Þáttur foreldra og forráðamanna var mjög mikilvægur í þessu verkefni og aðstoðuðu þeir skólann við að koma nemendum á vinnustaði víðs vegar í atvinnulífinu. Fyrir þetta samstarf erum við hér í skólanum afar þakklát. Dæmi um vinnustaði sem nemendur heimsóttu eru Landspítalinn, Nýsköpunarmiðstöð, íþróttafélagið Stjarnan, IcelandAir, Grillið á Hótel Sögu, hinir ýmsu leik- og grunnskólar og svo mætti lengi telja.

Nemendur munu vinna kynningar í næstu viku og gera grein fyrir heimsóknum sínum í lífsleiknitímum að loknu vetrarfríi. Verkefni þetta er hluti af áherslunni á að auka vægi náms- og starfsfræðslu á unglingastigi skólans. Verður forvitnilegt og áhugavert að fá að kynnast þeim fjölbreyttu störfum og því ólíka starfsumhverfi sem nemendur fengu að kynnast.

Til baka
English
Hafðu samband