Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sjálandsskólakórinn

18.03.2019
Sjálandsskólakórinn

Síðustu helgi fór Kór Sjálandsskóla ásamt tíu öðrum kórum víðsvegar að af landinu á kóramót íslenskra barna- og unglingakóra.

Hátt í 300 krakkar sóttu mótið sem tókst mjög vel. Mótinu lauk á stórtónleikum þar sem afrakstur helgarinnar var fluttur, m.a. frumflutningur á kórverkinu Fögnuður eftir tónskáldið Elínu Gunnlaugsdóttur sem var sérstaklega samið fyrir mótið.

17 krakkar fóru frá Sjálandsskóla á mótið ásamt Ólafi tónmenntakennara og stóðu þau sig frábærlega.

Til baka
English
Hafðu samband