Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Uppbrotsdagur í unglingadeild

18.03.2019
Uppbrotsdagur í unglingadeild

Í dag var uppbrotsdagur í unglingadeild og þá byrjuðu nemendur að vinna við vorverkefnin sín.

Þeir fengu einnig heimsókn frá tveimur fyrirlesurum, 

Háværir strákar og sætar stelpur

Í þessari fræðslu er rýnt í félagsmótun og kynjaðar staðalmyndir í samfélaginu í dag. Rætt er um áhrif orðræðu, dægurmenningar, samfélagsmiðla og klámvæðingar á samskipti ungs fólks í dag og þá ekki síst samskipti á netinu. Markmið fræðslunnar er að ýta undir gagnrýna hugsun og víðsýni, minna á að fólk er allskonar og margbreytileikinn er mikilvægur. Ungt fólk er undir miklum þrýstingi t.d. hvað varðar útlit og hegðun og fær það hvatningu til að taka gagnrýna afstöðu til þeirra þátta sem geta ýtt undir kvíða, vanlíðan og óheilbrigð samskipti.

Sjúk ást

Sólborg Guðbrandsdóttir hefur síðustu ár haldið úti Instagram-reikningnum Fávitar þar sem hún varpar ljósi á stafræna kynferðislega áreitni og almennt um samskipti á netinu. Hún tók einnig þátt í Sjúkást nú í ár sem er herferð Stígamóta um ofbeldissambönd með það að markmiði að fræða ungmenni um heilbrigð og óheilbrigð sambönd. Sólborg mun mæta og spjalla við krakkana á unglingastigi um samskipti og mörk, Sjúkást, samþykki og ýmislegt tengt því. Þá hafa krakkarnir einnig tækifæri á að spjalla við hana í lok fyrirlesturs hafi þeir einhverjar spurningar.

Myndir frá uppbrotsdeginum á myndasíðunni

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband