Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjallganga og innilega

06.06.2019
Fjallganga og innilega

Í gær fóru nemendur í 1.-5.bekk í gönguferð á Helgafell í blíðskaparveðri. Gangan gekk vel og nemendur komu svo aftur í skólann um fjögurleytið, en þá tók við hin árlega innilega. Nemendur í 6.og 7.bekk hjóluðu að Helgafell og 7.bekkur gisti svo í Kaldárseli. 1.-6.bekkur gisti í skólanum.

Að loknum kvöldverði, sem foreldrar sáu um, var kvöldvaka þar sem nemendur sungu nokkur lög og fengu góða gesti í heimsókn. Ingó veðurguð söng og Gunni Helga las úr bók sinni.

Á myndasíðunni má sjá myndir frá fjallgöngunni og innilegunni

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband