Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Börnin bjarga

31.10.2019
Börnin bjarga

Undanfarið ár hefur verið í undirbúningi að innleiða verkefnið „Börnin bjarga“ í heilsuvernd skólabarna. Verkefnið gengur út á að kenna nemendum í 6. – 10. bekk markvisst og árlega endurlífgun.

Kennslan er í formi fyrirlesturs og verklegrar kennslu með einföldum endurlífgunardúkkum.

Þetta verkefni er hluti af átakinu Kids save lives, sem Endurlífgunarráð Evrópu (ERC) og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO), settu af stað í þeim tilgangi að hvetja allar þjóðir heims til þess að innleiða endurlífgunarkennslu meðal grunnskólanema. Rannsóknir sýna að slík kennsla eykur fjölda þátttakenda í endurlífgun umtalsvert og bætir lífslíkur í kjölfar hjartastopps utan spítala svo um munar.

Fræðslan verður nú markvisst innleidd í 5 efstu bekki grunnskóla á vegum skólaheilsugæslunnar um allt land og skólahjúkrunarfræðingar koma til með að sjá um fræðsluna.

Ilmur Dögg Níelsdóttir skólahjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni Firði í Hafnarfirði staðfærði verkefnið og útbjó fræðsluglærur.
Verkefninu verður formlega ýtt úr vör á Alþjóðlega endurlífgunardaginn 16. Október. Þeir sem styrktu þetta verkefni eru: Endurlífgunarráð, Hjartaheill, Neyðarlínan og Thorvaldsenfélagið

Börnin bjarga -nánari upplýsingar á vef heilsugæslunnar

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband